Bætt bakheilsa og slökun – 4 vikna námskeið
Á þessu ljúfa 4 vikna námskeiði er markmiðið að bæta bakheilsu með fókus á hreyfanleika, styrk, teygjur og slökun. Með meðvitaðri hreyfingu og mjúkum æfingum er markmiðið að bæta hreyfanleika í mjöðmum og baki, styrkja rassvöðva og auka liðleika í efri hluta baksins.
Í upphafi hvers tíma er byrjað á að núllstilla sig, iðka núvitund og fókusa á öndun. Í lok hvers tíma er svo endað á dásamlegri slökun.
Hvenær: 12. nóv. – 5. des. Þriðjudaga og fimmtudaga 19:00-20:00
Hvar: Orkustöðin Heilsurækt salurinn uppi.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Kennari: Magda Litwiniuk lærður yogakennari
Verð: 19.990kr fyrir iðkendur í Orkustöðinni
24.990kr fyrir þá sem eru ekki iðkendur, ótakmarkaður aðgangur fylgir í Orkustöðina á meðan á námskeiði stendur.
Um kennarann:
Magda er lærður jógakennari með yfir 14 ára reynslu í jóga. Hún byrjaði að læra jóga árið 2018 og hefur síðan þá bætt við sig réttindum, þ.e. YTT 200H og 80H (Yin Yoga og Pilates þjálfunarnámskeið). Hún hefur bakgrunn í líkamsrækt og dansi og fann í framhaldi ástríðu fyrir jóga. Eftir að hafa gengið í gegnum erfið bakmeiðsli fann Magda djúpa og dýrmæta tengingu við jógaiðkunina. Hún vill miðla reynslu sinni og þekkingu til annara sem vilja bæta heilsu sína, með fókus á aðra aukinn styrk, liðleika og innri frið.
Aðeins 8 pláss eru í boði á þetta einstaka námskeið.