– Stöðin okkar –

Orkustöðin er lítil og notaleg heilsurækt í hjarta Reykjanesbæjar. Við bjóðum alla velkomna að hlúa að heilsunni í einstaklega þægilegu andrúmslofti og fallegu umhverfi. Æfingaaðstaðan er eins og best verður á kosið og útsýnið úr æfingasölunum er engu líkt þar sem horft er yfir hafið.
 
Jákvæð upplifun og vellíðan skiptir okkur öllu máli. JeEs arkitektar sáu um hönnun Orkustöðvarinnar þar sem áhersla var m.a. lögð á hlýleika og tengingu við náttúruna. Eins og flestir vita getur vel hannað rými haft jákvæð áhrif á líðan. Í Orkustöðinni var því mikil áhersla lögð á að skapa falleg, vel hönnuð rými til að tryggja að öllum líði vel og finni sér griðarstað í notalegu umhverfi.
 
Staðsetning stöðvarinnar var sérstaklega valin vegna ýmissa þátta. Orkustöðin er staðsett miðsvæðis í Reykjanesbæ, Bakkastíg 20, alveg við sjóinn. Það er því auðvelt að nýta sér grænar samgöngur, hvíla bílinn og hjóla eða ganga  á æfingu.
 
Nafnið Orkustöðin hefur sterka þýðingu og tengir saman alla þá þætti sem við leggjum áherslu á þ.e. styrk, þol, líðan og tengsl okkar við náttúruna og orkuna sem við fáum frá henni. Þegar við hreyfum okkur losum við orku og eftir góða æfingu endurheimtum við svo orkuna. Þessi hringrás eykur vellíðan, bæði andlega og líkamlega.
 
Nú getur þú slakaða á í innrauðum sauna klefa fyrir eða eftir æfingu. Það er 3 manna klefi í báðum búningsklefum sem er frábær viðbót við litlu notalegu stöðina okkar.

Tilvalið að slaka vel á eftir góða æfingu, tengja spotify eða storytel við bluetooth kerfið í sauna klefanum og hlusta á eitthvað notalegt meðan að þú lætur vöðvabólguna og streituna líða í burtu.

Það eru margir kostir við það að fara í innrauða saunu. Áhugaverðar staðreyndir:

Notkun er talin geta dregið úr vöðvabólgu, kvíða og streitu. Auk þess að geta haft jákvæð áhrif á gigtarverki.

Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega, sem þýðir að innri vefir og líffæri örvast, sem svo gerir það að verkum að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni saunu. Óhreinindi sem líkaminn á erfitt með að losa sig við sleppa út í gegnum húðina okkar við notkun á lágum og þægilegum hita.

Ef þú vilt koma í frían prufutíma í Orkustöðina þá getur þú sent tölvupóst á Sigurbjörgu íþróttafræðing og eiganda – sigurbjorg@orkustod.is

 

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Heimilisfang: Bakkastígur 20 Reykjanesbæ

Opnunartími alla daga ársins, 05:50 – 22:30 virka daga og

frá 07:00-22:30 um helgar.

Orkustöðin K45 ehf. kt: 6401220560

 

GREIÐSLUR/SKILMÁLAR

12 MÁNAÐA SAMNINGUR: Binditími er tólf mánuðir og þarf að segja upp samningnum með þriggja mánaða fyrirvara. Áskrift heldur áfram ef samningi er ekki sagt upp.

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Enginn binditími en það þarf að segja upp samningnum með tveggja mánaða fyrirvara.

ALLIR SAMNINGAR eru fyrirframgreiddir. Ef samningur er gerður eftir mánaðarmót, gæti sú staða komið upp að korthafi greiði þann mánuð með næsta mánuði. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðast í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er samkvæmt hverjum samning og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.

Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.

Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst. 

Orkustöðin áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki Orkustöðin gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.

Orkustöðin heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (lög 2018 nr. 90 27. júní). Varðveislureglan: að persónuupplýsingar séu varðveittar í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga lengur en þörf krefur miðað við tilganginn með vinnslu þeirra. Öryggisreglan: að persónuupplýsingar séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi þeirra sé tryggt.